Tuesday, September 25, 2012

Heimildarmaður ÍR Handbolta úr herbúðum meistaraflokks fer yfir leik gærdagsins á móti UMFA. - Leikmenn ÍR (The inside story)

Kæru ÍR-ingar.
Þá er langþráð tímabil hafið og það með útileik á móti Aftureldingu.
Undurbúningur gekk vel fyrir leik, fórum vel yfir þeirra varnar og sóknarleik og átti því ekkert að koma okkur á óvart.

Hinsvegar leit þetta ekkert sérstaklega vel fyrstu 10min. Liðið virkaði óöruggt og stressað, líklega nýliðastress eftir margra ára fjarveru frá efstu deild J. Lentum á þessum kafla mest 5 mörkum undir þar sem við gerðum okkur seka um mörg hræðileg sóknarmistök ásamt slökum varnarleik.

Menn virtust þá vakna og eitthvað losnaði um stress, varnarleikur og markvarsla fór að ganga mun betur og uppskárum við fjölda marka úr hraðaupphlaupum, náðum að jafna leikinn 8-8 og sigla fram úr. Komumst í fyrri hálfleik í 13-10 en þá tók aftur við sér óagaður sóknarleikur sem Afturelding nýtti sér og náði að jafna leikinn, við það sat og jafnt í hálfleik.

Menn voru ákveðnir í búningsklefanum að gera betur, halda ró sinni og nýta sér veiklega andstæðingsins...hinsvegar virtist þessi umræða í hálfleik ekki skila sér inn á dúkinn í Mosó. Afturelding byrjaði mun betur og var að leiða leikinn með ca. 2 manna mun Þar til við tókum okkur til, fórum að berjast um hvern bolta, fengum fína 6-0 vörn og markvörslu.

Við þetta fengum við agaðri sóknarleik og flott mörk í kjölfarið. þegar rétt um 10 min voru eftir af leik komumst við yfir sem skilaði sér 2 marka forskoti ca. 6min fyrir leikslok. Nær komust Aftureldingar menn ekki, fóru að flýta sér sóknarlega og missa boltann, að sama skapi hægðum við aðeins á leiknum og uppskárðum 3 marka sigur 28 – 25.

Frábær sigur liðsheildarinnar þar sem Bjöggi fór hamförum sóknarlega, Kristó fínn í rammanum og vörnin heilt yfir fín. Með þessum sigri erum við vonandi að finna betur hver annan, fá sjálfstraust og vitandi okkar getu og takmörk.

Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir.

Áfram ÍR,

Minnum á leik okkar við Hauka, laugardaginn 29sept. kl. 15,45 í Austurbergi.

No comments:

Post a Comment