Saturday, September 29, 2012

Góð stemning í Austurbergi á fyrsta heimaleik okkar í N1 Deild

Það er óhætt að segja að mikil og góð stemning hafi verið í Austurbergi í dag þegar við tókum á móti Haukum í okkar fyrsta heimaleik í N1 Deild. Fyrri hálfleikur var mjög spennandi og þegar kom að hálfleik voru Haukar 2 mörkum yfir. Því miður náðum við ekki að vinna það upp í seinni hálfleik . Leikar enduðu því þannig að Haukar unnu með 4 mörkum. ÍR 24-28 Haukar (10-12)

Bjöggi var besti maður liðsins með 6. mörk, en hann þurfti að gera of mikið sjálfur. Gaman var þó að sjá Jónatan koma sterkan inn með 4 mörk og finnst okkur að hann hefði átt að skjóta meira þar sem flest endaði inni hjá honum.

Fáum nánari Report úr herbúðum mfl. fljótlega og þá verður sennilega ekkert skafið af..
Einnig fara myndir fljótlega inn á facebook okkar .. http://facebook.com/Handbolti

Næsti leikur verður síðan fyrir norðan næsta fimmtudag þegar við förum í heimsókn til Akureyrar og vonum við að Sport TV sýni nú frá þeim leik !!!
Frábært að sjá Austurberg stútfullt af flottum stuðningsmönnum beggja liða, svona eiga leikir að vera !!

No comments:

Post a Comment