Wednesday, October 3, 2012

Heimildarmaður ÍR Handbolta úr herbúðum meistaraflokks gerir upp leik á móti Haukum og hvað má gera betur á móti Akureyri. - Leikmenn ÍR (The inside report)

Vorum búnir að fara vel yfir sóknar + varnarleik Hauka vikuna fyrir leik og vissum því nokkurn veginn hvernig átti að bregðast við því sem þeir settu fram á móti okkur.    Við byrjuðum líka nokkuð vel á móti þeim enda var vörn og markvarsla til fyrirmyndar strax í byrjun leiks.
 
Um miðjan fyrri hálfleik fórum við að gera tæknifeila sóknarlega og gengu Haukar á lagið, tóku forystu og leiddu í hálfleik með 2 mörkum (10 – 12). 

Þessi mismunur hefði átt að efla okkur til dáða en hinsvegar fór það á annan veg, Haukar spíttu í lófana og gerðu mörg mörk úr hraðaupphlaupum eftir sendingar og skotfeila okkar sóknarlega..
Því var 4. marka tap niðurstaðan 24 – 28.

 
Þegar litið er yfir þetta sést að það sem felldi okkur í þessum leik voru varnarmistök sem við áttum að ráða  við ásamt mörgum tæknifeilum sem töldust því miður á annan tuginn sem er allt of mikið fyrir þetta lið.

Það er þó margt jákvætt í leik okkar sem við vonandi tökum með okkur norður á erfiðan útivöll Akureyrar manna nú á fimmtudag kl. 19:00, enda stefnir allt í hörkuleik þar sem við gefum ekkert eftir frekar en í öðrum leikjum.

Við erum mjög ánægðir að SportTv muni sýna frá þessum leik og vonum að sem flestir nýti sér það að og sjái frábæran handbolta beint frá Akureyri. ( Slóð http://www.sporttv.is/Ibeinni/N1deildin/
 )

Áfram ÍR !!




Leik má sjá beint  á
http://www.sporttv.is/Ibeinni/N1deildin/

No comments:

Post a Comment