Thursday, September 6, 2012

ÍR-ingar sigruðu Val í Ragnarsmótinu 25-22

Fyrsti leikur í Ragnarsmóti lokið en hann var spilaður á móti Val.

Skemmst er frá því að segja að við vorum frekar seinir í gang, eftir ca 6 min að þá voru Valsmenn Með 4-1 forystu, á þessum tíma var vörn og markvarsla ekki eins og skildi. En þá var eins og menn hefðu vaknað af værum blundi og sett í gír, náðum fljótt undirtökum með góðri vörn og markvörslu og var Staðan í hálfleik 16 – 10 fyrir ÍR.

Valsmenn komu sterkir inn í síðari hálfleik og fóru að minnka forskot okkar jafnt og þétt og að sama skapi Vorum menn okkar að taka lélegar ákvarðanir eða að skjóta markmann Vals í kaf.... má segja að hann hafi komið Val aftur inn í leikinn því hann varði á 15min kafla einhver 10-12 skot og þar af nokkur þeirra úr dauðafærum.

En á lokakafla leiksins náðu menn aftur áttum og spiluðu vel varnar sem sóknarlega og skilaði það okkur 3 marka sigri 22 – 25.

Má sjá mikil batamerki á liðinu og virðast menn vera farnir að læra meir og meir inn á hvern annan sem vonandi á  eftir að skila okkur góðum sigrum.

Mörk ÍR: Diddi 9 | Stulli 6 | Bjöggi 6 | Jón H 1 | Sjonni 2 | Davíð 1 |

Kristó 13 varðir boltar
Hemmi 6 varðir boltar

Leikur við Fjölni í Reykjarvíkurmóti í kvöld kl. 19,15 í Austurbergi, og svo á morgun föstudag er það leikur við UMFA kl. 20,00 í Ragnarsmóti á Selfossi.

MFL hvetur alla ÍR-inga til að mæta og styðja drengina. Áfram ÍR... ÍR Handbolti Copyright © Aðalsteinn Jóhannsson (45)

No comments:

Post a Comment